Stjórnarskrárnefnd ráðstefna

Sverrir Vilhelmsson

Stjórnarskrárnefnd ráðstefna

Kaupa Í körfu

26.GREIN stjórnarskrárinnar leiðir af sér stjórnskipulegt klúður og skýra þarf hlutverk og heimildir forseta Íslands við lagasetningu auk reglna um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur. Forseti Íslands getur komið í veg fyrir framkvæmd stjórnarathafna með því að synja um undirskrift sína. Stjórnarkreppa gæti verið í uppsiglingu á Íslandi og stjórnarskrárnefnd ætti að íhuga hvort hlutverk forseta við stjórnarmyndanir ætti ekki að nefna í stjórnarskrá. Ólíkt forsetum lýðveldisins þurfti Kristján konungur tíundi aldrei að meta sjálfur í hvaða röð íslenskir þingskörungar ættu að spreyta sig á stjórnarmyndun. Síðast en ekki síst hefur aldrei hérlendis verið mótuð utanríkisstefna án þátttöku forseta Íslands. MYNDATEXTIMálþingið var haldið í Þjóðminjasafninu. F.v. Björg Eva Erlendsdóttir fundarstjóri og fyrirlesararnir Svanur Kristjánsson, Björg Thorarensen, Þórður Bogason, Guðni Th. Jóhannesson og Helgi Skúli Kjartansson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar