Karfavinnsla
Kaupa Í körfu
Grundarfjörður | Hjá Guðmundi Runólfssyni hf. er nú unnið við karfaflökun á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Síðan eru flökin snyrt og pökkuð á átta tímum, segir Móses Geirmundsson verkstjóri. "Við erum með þetta um 40 manns í vinnslunni og afköstin hafa verið um 40-45 tonn á dag að jafnaði en farið mest upp í 50 tonn, afköstin fara nú svolítið eftir stærðinni á karfanum," sagði Móses og bætir því við að þetta séu afbragðs afköst hjá starfsfólkinu. Flökin eru síðan fryst í 6 kg pakkningum og seld mest til Þýskalands og einnig Frakklands. "Eftirspurnin hefur farið vaxandi og verðið verið hagstæðara upp á síðkastið svo við höfum varla undan að framleiða bætir," Móses við. Auk togaranna Hrings og Helga sem fyrirtækið á og gerir út landar Akureyrartogarinn Harðbakur EA karfa til vinnslunnar að jafnaði einu sinni í viku. MYNDATEXTI Vinnslan Hann Pawel rétt gaf sér tíma til að líta upp frá flökunarvélinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir