Landsflug.

Ásdís Ásgeirsdóttir

Landsflug.

Kaupa Í körfu

FLUGFÉLAGIÐ Landsflug/City Star Airlines hefur tekið á leigu nýja þotu af gerðinni Dornier 328-300. Ráðgert er að bjóða hana til þjónustu við þá sem þurfa að ferðast milli landa í viðskiptaerindum. Þotan verður til ráðstöfunar ýmist frá Reykjavík eða Aberdeen í Skotlandi þar sem erlendi hluti flugrekstrarins, City Star, hefur aðalstöðvar og annast m.a. áætlunarflug milli Aberdeen og þriggja borga í Noregi auk leiguflugs. MYNDATEXTI Atli Georg Árnason, stjórnarformaður Landsflugs (t.v.), og Rúnar Árnason framkvæmdastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar