Anna Kristín Jónsdóttir

Anna Kristín Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefur um árabil verið með vinsælasta sjónvarpsefni á landinu, enda fer þar saman létt skemmtun og æsispennandi keppni. Þetta sannaði sig í viðureign Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Hamrahlíð í seinni undanúrslitum á fimmtudagskvöldið. Eftir æsispennandi keppni sigraði MA með þriggja stiga mun en viðureigninni lauk 26-23. Því er ljóst að það verða Menntaskólinn á Akureyri og Verzlunarskóli Íslands sem keppa til úrslita í Gettu betur næstkomandi fimmtudagskvöld í Sjónvarpinu. Spyrill er Sigmar Guðmundsson, dómari og spurningahöfundur Anna Kristín Jónsdóttir og Andrés Indriðason annast dagskrárgerð og stjórnar útsendingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar