Brynhildur Þorgeirsdóttir

Brynhildur Þorgeirsdóttir

Kaupa Í körfu

MARGT var um manninn þegar Brynhildur Þorgeirsdóttir, myndlistarmaður, opnaði á laugardag sýningu, í Gallerí Humar eða frægð í kjallara Kjörgarðs að Laugavegi 59, í tilefni af nýútkominni bók sem byggist á 50 ára lífshlaupi hennar. Á sama tíma var opnuð vefsíðan www.brynhildur.com þar sem hægt er að skoða valdar myndir úr bókinni. Í kjölfar útkomu bókarinnar mun Brynhildur opna vinnustofu sína fyrir gestum og gangandi næstu þrjár helgar þar sem verða til sýnis og sölu ný verk og eldri. Vinnustofan er staðsett á Bakkastöðum 113 í Reykjavík MYNDATEXTI Verk Brynhildar Þorgeirsdóttur, myndlistarmanns, vöktu stormandi lukku sýningargesta en sýningin verður opin fram á vor í búð Smekkleysu, í kjallara Kjörgarðs að Laugavegi 59.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar