Hjálparhundur

Hjálparhundur

Kaupa Í körfu

Hundinum Trygg, sem á myndinni sést aðstoða mann við að fara úr sokk, er ýmislegt fleira til lista lagt, enda gegnir hann þeim virðulega starfstitli þjónustuhundur. Að sögn Auðar Björnsdóttur hundaþjálfara, sem þjálfaði Trygg, geta hundar eins og hann verið góðar hjálparhellur fatlaðra einstaklinga. "Hundarnir geta opnað dyr, kveikt ljós, aðstoðað fólk við að afklæðast, og sótt allt sem það missir, allt niður í smáhluti á borð við kreditkort og lykla," segir Auður. Þá geti þjónustuhundar sett þvott í þvottavél og tekið úr þeim, hjálpað til við að draga hjólastóla og ýmislegt fleira.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar