Hjartastuðtæki

Skapti Hallgrímsson

Hjartastuðtæki

Kaupa Í körfu

Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri hefur fært lögreglunni þar í bæ að gjöf handhægt, sjálfvirkt hjartarafstuðtæki. Tækið er sagt einfalt í notkun og segir Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn að það muni örugglega koma sér vel að hafa slíkt tæki í einum lögreglubíla embættisins. Sagðist hann reyndar vona að aldrei þyrfti að nota tækið en ef þess þyrfti með væri gott að hafa svo gott tæki við höndina. Á myndinni eru Höskuldur Stefánsson forseti Kaldbaks, Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn ásamt nokkrum félögum í Kiwansklúbbnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar