Borð og stólar

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Borð og stólar

Kaupa Í körfu

Þegar vorið minnir á sig með bjartari dögum og hlýindum leitumst við við að lífga upp á umhverfi okkar. Það er eins og tilfinningar okkar mannanna kalli á liti og með bjartari tíð viljum við gjarnan hafa þá glaðlega og hressandi. Lime-græni liturinn víkur senn fyrir þeim appelsínugula en margir munu þó halda tryggð við þann græna þar til fjólublár tekur við. Það er nú einhvern veginn þannig að við höldum þeim litum sem okkur finnst notalegt að hafa í kringum okkur, burtséð frá tískustraumum. MYNDATEXTI Kringlótt borð eru að verða vinsæl á nýjan leik. Stólarnir eru í nútímalegum rókokkó stíl. Tekk Vöruhús, Bæjarlind. Borð 120.000 kr. og stóll 24.500 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar