Snjóflóð við Fáskrúðsfjörð

Snjóflóð við Fáskrúðsfjörð

Kaupa Í körfu

Ungur maður, sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal í gær, var úrskurðaður látinn á ellefta tímanum í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Eskifirði. Björgunarsveitarmenn fundu manninn klukkan 20.20 og fluttu hann á vélsleða niður að bækistöð björgunarsveitarmanna að bænum Hólagerði, skammt frá Hoffellsdal, þar sem læknir tók á móti manninum. Honum var komið í sjúkrabíl en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á leiðinni á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. MYNDATEXTI: Umfangsmikil leit var gerð að manninum í gær og hér má sjá björgunarmenn í bækistöð leitarmanna við Hólagerði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar