Skólahreysti keppni grunnskólanema í Laugardalshöll

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skólahreysti keppni grunnskólanema í Laugardalshöll

Kaupa Í körfu

SALASKÓLI sigraði í úrslitum Skólahreysti 2006 sem fram fóru í Laugardalshöll í gær, með 59 stig. Hlíðaskóli hafnaði í öðru sæti með 55,5 stig og Lindaskóli í því þriðja með 55 stig. Hver skóli sendi tvo stráka og tvær stelpur úr 9. og 10. bekk til keppni. Strákarnir kepptu í upphífingum, dýfum og hraðaþraut en stelpurnar í armbeygjum, fitnessgreip og hraðaþraut. Krakkarnir skiptu greinunum á milli sín svo allir þátttakendur skoruðu stig fyrir sín lið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar