Leirlistarsýning Hafnarborg

Leirlistarsýning Hafnarborg

Kaupa Í körfu

LÍF í leir nefnist 25 ára afmælissýning Leirlistafélagsins, upphaflega Félag íslenskra leirlistamanna sem hélt sýningu undir sama nafni árið 1979. Félagið hefur reglulega haldið nokkuð veglegar samsýningar á verkum félagsmanna og sýningin nú er engin undantekning. Ágætur bæklingur fylgir þar sem Elísa Jóhannsdóttir gerir grein fyrir sögu félagsins og starfsemi þess frá 1979 og fram til dagsins í dag. Í Hafnarborg gefur síðan að líta verk um fimmtíu félagsmanna. Sá háttur var hafður á að öllum félögum var gefið tækifæri til að taka þátt, óháð nefnd valdi verk til sýningar og Birna Kristjánsdóttir myndlistarmaður var fengin til að setja sýninguna upp. Ekki er auðvelt verk að raða saman verkum svo margra og ólíkra listamanna. Birna kaus að sýna verk stofnfélaga félagsins í Sverrissal, en að öðru leyti eru verkin afar blönduð. Þó eru allnokkrir nytjahlutir saman í Apóteki. MYNDATEXTI Það er gaman að skoða sýningu Leirlistafélagsins og dást að þeirri fjölbreytni sem ríkir í efnistökum, viðfangsefni og markmiðum félagsmanna."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar