Hilmir Snær Guðmundsson

Ragnar Axelsson

Hilmir Snær Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Hilmir Snær Guðmundsson var aðeins þrjár merkur eða 775 g þegar hann fæddist rúmum ellefu vikum fyrir tímann í desember sl. Hann er með yngstu og minnstu fyrirburum sem hafa lifað það af að fæðast svo ungir. Eftir tæplega fjögurra mánaða dvöl á vökudeild LSH fékk Hilmir Snær loks að fara heim með foreldrum sínum. MYNDATEXTI: "Við erum bjartsýn á framtíðina. Hilmir Snær er ótrúlega heppinn, því það er ekki hægt að bjarga öllum fyrirburum og það er því alls ekki sjálfgefið að koma með barn heim úr þessum aðstæðum," segir Elísabet Guðrúnardóttir um son þeirra Guðmundar Halldórssonar, sem fæddist 7. desember sl. en hefði ekki átt að koma í heiminn fyrr en 25. mars að öllu eðlilegu. Hilmir Snær hefur braggast alveg ótrúlega vel fyrstu mánuði ævi sinnar. "Erum bjartsýn á framtíðina"

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar