Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Það væri flott ef við hefðum sett í fiska sem væru jafn þungir og sumir ísjakarnir sem við höfum krækt í!" kallar Valli til blaðamanns þar sem hann öslar áfram niður árfarveg Tungufljóts með krap og ís fljótandi framhjá sér. Hann rykkir upp þungri sökklínunni með þriggja tommu túpu á endanum, kastar þvert á strauminn rétt ofan skilanna við Ása-Eldvatn, og lætur tauminn reka beint niður af sér; þá veður hann áfram, dregur að sér og kastar aftur. Skyndilega kemur stór ísfleki á rekinu, margra metra langur, og skellur á baki veiðimannsins. Valli nær að standa höggið af sér, ýtir við ísnum og lítur hlæjandi upp. Svona getur það verið í vorveiðinni. MYNDATEXTI Valgarð með einn sjóbirtinginn við Syðri-Hólma í Tungufljóti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar