Íslandsmót í brids
Kaupa Í körfu
Sveit Eyktar undir stjórn Jóns Baldurssonar sigraði með miklum yfirburðum á Íslandsmótinu í sveitakeppni sem lauk sl. laugardag. Í sigursveitinni spiluðu ásamt Jóni þeir Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Mótið hófst á miðvikudag fyrir páska og spiluðu 12 sveitir til úrslita, þar af nokkrar af landsbyggðinni og var fyrst spilað um 4 efstu sætin í mótinu. Skeljungssveitin undir stjórn Guðmundar Sv. Hermannssonar fór mikinn í fyrstu umferðunum, vann alla sína leiki og settist í toppsætið sem þeir héldu þar til í síðustu umferðinni að sveit Eyktar læddist upp fyrir þá. Hörkukeppni var um hin tvö sætin sem gáfu rétt til að spila í lokaúrslitunum á laugardag. Íslandsmeistararnir frá í fyrra, sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands, tryggði sér örugglega þriðja sætið en a.m.k. þrjár sveitir börðust um fjórða sætið. Þar hafði best sveitin Grant Thornton en lokastaða efstu sveita varð þessi: MYNDATEXTI Bikarnum hampað í mótslok. Íslandsmeistararnir talið frá vinstri: Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson sveitarforingi, Þorlákur Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni Einarsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir