Íslandsmót í brids

Arnór Ragnarsson

Íslandsmót í brids

Kaupa Í körfu

Sveit Eyktar undir stjórn Jóns Baldurssonar sigraði með miklum yfirburðum á Íslandsmótinu í sveitakeppni sem lauk sl. laugardag. Í sigursveitinni spiluðu ásamt Jóni þeir Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Mótið hófst á miðvikudag fyrir páska og spiluðu 12 sveitir til úrslita, þar af nokkrar af landsbyggðinni og var fyrst spilað um 4 efstu sætin í mótinu. Skeljungssveitin undir stjórn Guðmundar Sv. Hermannssonar fór mikinn í fyrstu umferðunum, vann alla sína leiki og settist í toppsætið sem þeir héldu þar til í síðustu umferðinni að sveit Eyktar læddist upp fyrir þá. Hörkukeppni var um hin tvö sætin sem gáfu rétt til að spila í lokaúrslitunum á laugardag. Íslandsmeistararnir frá í fyrra, sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands, tryggði sér örugglega þriðja sætið en a.m.k. þrjár sveitir börðust um fjórða sætið. Þar hafði best sveitin Grant Thornton en lokastaða efstu sveita varð þessi: MYNDATEXTI Bikarnum hampað í mótslok. Íslandsmeistararnir talið frá vinstri: Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson sveitarforingi, Þorlákur Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni Einarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar