Ólöf Björk Bragadóttir og Sigurður Ingólfsson

Steinunn Ásmundsdóttir

Ólöf Björk Bragadóttir og Sigurður Ingólfsson

Kaupa Í körfu

Fellabær | Passíusálmarnir voru fluttir í Kirkjuselinu í Fellabæ föstudaginn langa. Sigurður Ingólfsson flutti og baksviðið var svartkrítarverk Ólafar Bjarkar Bragadóttur af krossunum á Golgata. "Við sýndum verkið og Sigurður las sálmana í litla galleríinu á Skriðuklaustri föstudaginn langa fyrir ári, en nú fluttum við sýninguna í stærra rými þar sem gestir gátu setið með okkur og hlýtt á sálmana," segir Ólöf Björk. "Það felst von í að hafa krossana tóma," segir Sigurður. "Tómir krossar í rúmi og tíma er meira hugmyndin sem stendur eftir," bætir Ólöf Björk við. Þau segja krossa í nútíma standa sem trúartákn, pyntingartæki en eftir upprisuna tákn vonar MYNDATEXTI Víxlkrossar Ólöf Björk Bragadóttir og Sigurður Ingólfsson við verk Ólafar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar