Djúpivogur

Andrés Skúlason

Djúpivogur

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Í dag hefst á Djúpavogi tónlistarhátíð sem kennd er við hið göfuga hljóðfæri, Hammond-orgelið, sem aðstandendur hátíðarinnar vilja sýna þann heiður er því ber. Hinn heillandi hljómur þessa hljóðfæris hefur glatt margan tónlistarunnandann allt frá fjórða áratug síðustu aldar, þegar úrsmiðurinn Hammond smíðaði orgel sem átti að líkja eftir hljómi pípuorgelsins, drottningar hljóðfæranna. Frá upphafi hefur hljóðfærið verið að festa sig í sessi og í dag væri ekki úr vegi að kalla Hammondorgelið prinsessuna í hópi hljóðfæranna. MYNDATEXTI Þungaviktarmúsík Djúpavogsbúar efna til metnaðarfullrar tónlistarhátíðar með Hammondinn í öndvegi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar