Hvar er tunglið?

Brynjar Gauti

Hvar er tunglið?

Kaupa Í körfu

SÍÐASTLIÐINN miðvikudag, á síðasta degi vetrar, komu út á tveimur samhljóma geisladiskum 24 ný djass-sönglög úr smiðju tónskáldsins og saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og ljóðskáldsins Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, en verkið nefnist Hvar er tunglið? Í tilefni af útgáfunni var boðið til útgáfutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og voru þeir vel sóttir. Auk Sigurðar komu fram þau Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, trommuleikarinn Pétur Östlund og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari MYNDATEXTI Sigurður Flosason og Pétur Östlund voru í miklum ham á miðvikudaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar