Rússnesk messa

Rússnesk messa

Kaupa Í körfu

Það var fremur óvenjuleg stemmning í Dómkirkjunni um miðnætti á laugardagskvöldið þegar rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi hélt páskahátíð sína en páskar eru aðaltrúarhátíð Austurkirkjunnar. Fjölþjóðlegur kór kirkjunnar söng í messunni, og bættist við hann liðsauki frá kirkjunni í Finnlandi, en fyrir eru í kórnum Rússar, Serbar, Búlgarar, Grikkir og fleiri orþódoxtrúar hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar