Fram - HK 39:29

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fram - HK 39:29

Kaupa Í körfu

Framarar færðust nær fyrsta meistaratitli sínum síðan 1972 með sigri á HK EFTIR ágæta byrjun HK-manna gegn Fram í Kópavoginum á laugardaginn hrundi leikur þeirra og Frömurum reyndist í lófa lagið að valta yfir þá með tíu marka sigri, 39:29. Fram er því vænlegri stöðu, hefur jafnmörg stig og Haukar þegar ein umferð er eftir en vann báða leikina gegn þeim í deildinni og það telur en ekki markahlutfall. HK færðist niður um eitt sæti, í það sjötta MYNDATEXTI: Leikmenn Fram fögnuðu geysilega í leikslok eftir sigurinn á HK. Langþráður Íslandsmeistaratitill hjá þeim er í sjónmáli. Þeir eiga eftir að leika gegn Víkingi/Fjölni í Safamýrinni á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar