Steypustöðin hverfur

Svanhildur Eiríksdóttir

Steypustöðin hverfur

Kaupa Í körfu

Njarðvík | Það verður mikil breyting á umhverfinu við Fitjar í Reykjanesbæ þegar búið verður að jafna húsnæði Steypustöðvar Suðurnesja við jörðu, en það verður gert á næstu dögum. Síðastliðinn laugardag notaði slökkvilið Brunavarna Suðurnesja stöðvarhúsið til æfingar og eldar loguðu glatt. Bræðurnir Ólafur og Friðrik Magnússynir ráku Steypustöð Suðurnesja í hartnær hálfa öld en vinnslu var hætt fyrir nokkrum árum. Íbúar í Reykjanesbæ hafa allar götur síðan vitað að til stæði að rífa húsnæðið og er sú stund upp runnin. Eins og myndin gefur til kynna mun útsýni íbúa í Ásahverfi breytast nokkuð til hins betra þegar búið verður að jafna rústirnar við jörðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar