Prestastefna

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Prestastefna

Kaupa Í körfu

Fulltrúar á prestastefnu ræddu í gær um tillögur um blessun staðfestrar samvistar ÞEIR ritningarstaðir sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu, og hefur verið beitt gegn samkynhneigðum, snerta ekki trúargrundvöllinn og fordæma ekki samkynhneigð sem slíka, né heldur þá einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfrelsi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist sem voru lögð fram til umræðu á prestastefnu í gær. MYNDATEXTI: Miklar umræður fóru fram um ályktunardrög kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist á prestastefnunni í Reykjanesbæ í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar