Sýning Egils Sæbjörnssonar

Sýning Egils Sæbjörnssonar

Kaupa Í körfu

Samsýning 12 myndlistarmanna frá ýmsum löndum, sýningarstjórn Natasa Petresin ÞAÐ ER í samræmi við titil hennar að hér er á ferð sýning á ferðalagi, en Húsið sem hreyfist var upprunalega hluti af Sterischer Herbst-hátíðinni í Austurríki 2003 og hefur komið við á tveimur stöðum á leið sinni hingað til lands. Sýningarstjórinn, Natasa Petresin, er sjálfstæður sýningarstjóri sem býr og vinnur í París og Ljúblíana. Hún hefur komið víða við og er augljóslega virk og öflug í starfi sínu, m.a. var hún aðstoðarsýningarstjóri í Slóvenska skálanum á Tvíæringnum í Feneyjum 2001 og meðsýningarstjóri René Block í Kunsthalle Fridericianum í Kassel 2003. Hún hefur skipulagt alþjóðlegt málþing undir nafninu "Hið opinbera gegn því einkalega - menningarstefna og listmarkaður í Mið- og Suðaustur-Evrópu" auk þess að skrifa reglulega í listatímarit myndatexti Egill Sæbjörnsson Er með "sprelllifandi og sjónrænt fallegt verk sem leikur sér með mörk raunveruleika og skáldskapar," að mati Rögnu Sigurðardóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar