Lömb

Gunnlaugur Árnason

Lömb

Kaupa Í körfu

Stykkishólmi | Það þykir mörgum í þéttbýli vænt um sauðkindina. Það hefur greinilega komið í ljós í Stykkishólmi. Þeim hefur fjölgað einstaklingum sem eiga kindur sér til ánægju. Talið er að um 13-14 einstaklingar og fjölskyldur í bænum stundi fjárbúskap. Fjölgun er mest hjá ungu fólki sem fylgst hefur með ferðum hinna eldri í fjárhúsin og þar hefur áhuginn vaknað. Þessir aðilar eru kallaðir hobbýbændur, sportbændur eða frístundabændur. Frístundabændur hafa til umráða land rétt við Stykkishólm á svæði sem nefnist Nýræktin. Fjárhúsum hefur fjölgað á svæðinu með auknum áhuga á fjárhaldi. Á þessum tíma árs er mikið um að vera þegar sauðburður stendur sem hæst. Fylgjast þarf vel með ánum svo að ekkert fari úrskeiðis. MYNDATEXTI Mikil frjósemi Frístundabóndinn Guðmundur Benjamínsson er í fæðingarorlofi á meðan á sauðburði stendur. Hann hugsar vel um sínar kindur og er árangurinn eftir því. Í fjárhúsum hans er frjósemin mikil

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar