Lömb

Gunnlaugur Árnason

Lömb

Kaupa Í körfu

Stykkishólmi | Það þykir mörgum í þéttbýli vænt um sauðkindina. Það hefur greinilega komið í ljós í Stykkishólmi. Þeim hefur fjölgað einstaklingum sem eiga kindur sér til ánægju. Talið er að um 13-14 einstaklingar og fjölskyldur í bænum stundi fjárbúskap. Fjölgun er mest hjá ungu fólki sem fylgst hefur með ferðum hinna eldri í fjárhúsin og þar hefur áhuginn vaknað. Þessir aðilar eru kallaðir hobbýbændur, sportbændur eða frístundabændur. Frístundabændur hafa til umráða land rétt við Stykkishólm á svæði sem nefnist Nýræktin. Fjárhúsum hefur fjölgað á svæðinu með auknum áhuga á fjárhaldi. Á þessum tíma árs er mikið um að vera þegar sauðburður stendur sem hæst. Fylgjast þarf vel með ánum svo að ekkert fari úrskeiðis. MYNDATEXTI Fjögur lömb Guðrún Svava Pétursdóttir og Arnar Geir Ævarsson halda á lömbunum fjórum sem gemlingurinn eignaðist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar