Örn Ingi Gíslason

Skapti Hallgrímsson

Örn Ingi Gíslason

Kaupa Í körfu

ÖRN Ingi Gíslason, listamaður á Akureyri, fer ekki alltaf troðnar slóðir. Kannski aldrei. Í dag frumsýnir hann eigin bíómynd í fullri lengd, í listhúsi sínu, Arnarauga við Óseyri. Enginn leikaranna fær greitt fyrir framlag sitt og Örn Ingi fer sjálfur með öll hlutverkin hinum megin við myndavélina: skrifaði handritið, er leikstjóri og kvikmyndatökumaður, hljóðmaður og sá um eftirvinnslu. Kvikmyndin, Flóttinn, hefur verið þrjú ár í vinnslu. "Hugmyndin varð upphaflega til í samvinnu við ungt fólk; ég er með nemendur í öllum grunnskólum bæjarins í kvikmyndagerð sem valgrein. Svo varð verkefnið "fullorðins" og ég gerði handrit um það hvað gæti gerst ef einhver sleppur út af geðdeild," segir Örn Ingi í samtali við Morgunblaðið MYNDATEXTI Örn Ingi Gíslason: Ég er frjáls í þessu hugtaki sem tíminn er. Ég hef gaman af hinu óvænta. Óvænt atburðarás getur orðið til þess að listaverk verður betra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar