Örn Ingi Gíslason
Kaupa Í körfu
ÖRN Ingi Gíslason, listamaður á Akureyri, fer ekki alltaf troðnar slóðir. Kannski aldrei. Í dag frumsýnir hann eigin bíómynd í fullri lengd, í listhúsi sínu, Arnarauga við Óseyri. Enginn leikaranna fær greitt fyrir framlag sitt og Örn Ingi fer sjálfur með öll hlutverkin hinum megin við myndavélina: skrifaði handritið, er leikstjóri og kvikmyndatökumaður, hljóðmaður og sá um eftirvinnslu. Kvikmyndin, Flóttinn, hefur verið þrjú ár í vinnslu. "Hugmyndin varð upphaflega til í samvinnu við ungt fólk; ég er með nemendur í öllum grunnskólum bæjarins í kvikmyndagerð sem valgrein. Svo varð verkefnið "fullorðins" og ég gerði handrit um það hvað gæti gerst ef einhver sleppur út af geðdeild," segir Örn Ingi í samtali við Morgunblaðið MYNDATEXTI Örn Ingi Gíslason: Ég er frjáls í þessu hugtaki sem tíminn er. Ég hef gaman af hinu óvænta. Óvænt atburðarás getur orðið til þess að listaverk verður betra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir