Iggy Pop & The Stooges

Iggy Pop & The Stooges

Kaupa Í körfu

Síðastliðið miðvikudagskvöld hélt bandaríski tónlistarmaðurinn Iggy Pop tónleika í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í Laugardalshöllinni en nokkrum dögum fyrir tónleikana var ákveðið að færa þá í Hafnarhúsið í ljósi þess að miðasala gekk mun verr en tónleikahaldarar höfðu vonast til. Laugardalshöllin rúmar á bilinu 4.500 til 5.000 manns en samkvæmt heimildarmönnum Morgunblaðsins sóttu innan við 1.000 manns tónleikana á miðvikudaginn, og því ljóst að mikið vantaði upp á til þess að fylla Laugardalshöllina MYNDATEXTI Færa þurfti tónleika Iggy Pop vegna lélegrar miðasölu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar