Þrír bílar brunnu

Þrír bílar brunnu

Kaupa Í körfu

ÞRJÁR bifreiðar eru gjörónýtar eftir íkveikju í Salahverfi í Kópavogi á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan í Kópavogi kom á vettvang var jeppabifreið alelda og áður en slökkvilið kom á staðinn hafði eldurinn breiðst út í tvo nærliggjandi bíla. Miklar sprengingar fylgdu brunanum þannig að hætta stafaði af en slökkvistarf gekk greiðlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar