Línubátar mætast

Línubátar mætast

Kaupa Í körfu

Veiðar á línu hafa aukizt verulega á undanförnum misserum. Bæði hefur útgerð stórra báta með beitningarvél um borð vaxið mjög fiskur um hrygg. Margir stærri smábátarnir eru líka komnir með beitningarvélar um borð og fjölmargir aðrir láta beita línuna í landi. Hér eru það grindvísku línubátarnir Páll Jónsson og Óli á Stað sem mætast í hafnarkjaftinum, en útgerðir þeirra eru þær stærstu í línuveiðunum, hvor í sínu kerfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar