Flórgoði við Djúpavog

Andrés Skúlasson

Flórgoði við Djúpavog

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Fuglalífið á vötnunum við Djúpavog er nú í fullum blóma. Á vatninu Fýluvogi sem er aðeins í 10-15 mín. göngufæri frá miðju bæjarins á Djúpavogi er sérstaklega mikið líf þessa dagana. Á þessu vatni, sem er eitt fjölmargra í nágrenni Djúpavogs, eru nú m.a. þrjú flórgoðapör auk fjölmargra andartegunda og lómapars. Flórgoðinn er eftir sem áður sá fugl sem hvað skemmtilegast er að fylgjast með. Hér má sjá eitt af flórgoðapörunum við hreiðurgerð á Fýluvognum en þeir gera sér fljótandi hreiður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar