Mótmæli á Austurvelli

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mótmæli á Austurvelli

Kaupa Í körfu

RÚMLEGA þrjú hundruð manns komu saman á Austurvelli í gær til að mótmæla lagningu hornsteins að stöðvarhúsi virkjunarinnar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Mikill hugur var í viðstöddum og báru fjölmargir viðstaddir skilti þar sem beðist var undan frekari uppbyggingu stóriðju. Meðal slagorða á skiltum viðstaddra voru "Dam Nation" og "Íslands Ósómi, skömm - smán". MYNDATEXTI Mótmælendur mynduðu nokkurs konar skeifu umhverfis Jón Sigurðsson, sungu saman ættjarðarsöngva og hlýddu á erindi og ljóðalestur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar