Á hjartadeild

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Á hjartadeild

Kaupa Í körfu

ÞETTA er rosalega erfitt. Það er mikið vinnuálag og allir á deildunum eru að gera sitt besta við að halda öryggi sjúklinganna í lagi en í leiðinni er maður kannski bara að veita lágmarksþjónustu í aðhlynningu til að reyna að komast yfir að sinna öllum," segir Þórunn Margrét Ólafsdóttir, einn trúnaðarmanna sjúkraliða á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. "Fólk er farið að kvíða því að mæta í vinnuna enda veit maður aldrei hvað maður þarf að vinna lengi til að það sé lágmarksmönnun á deildinni. Fólk er oft beðið að vinna áfram og tekur kannski tvöfaldar vaktir dag eftir dag. Ástandið hefur verið mjög slæmt frá áramótum og auðvitað lengur og þetta er farið að hafa áhrif á heilsufar starfsmanna. Ég man ekki eftir svona miklum veikindum meðal þeirra og þeir eru lengi að ná sér."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar