Vinstir grænir í Kópavogi með blaðamannafund

Eyþór Árnason

Vinstir grænir í Kópavogi með blaðamannafund

Kaupa Í körfu

Sveitarstjórnarkosningarnar í vor í Kópavogi snúast um þjónustu við fólk og hvernig búið er að því fólki sem býr í Kópavogi. "Í því sambandi leggjum við áherslu á að sveitarfélagið á ekki að reka eins og fyrirtæki heldur á að reka það eins og samfélag. Þjónusta við bæjarbúa á að vera í forgangi og með því meðal annars að reka kröftuga menningarstefnu gerum við þetta að öflugra og sterkara samfélagi. Bærinn á að vera fyrir alla íbúana og við segjum þröskuldana burt. Þegar við segjum það erum við ekki bara að tala um þröskulda sem hindra aðgengi, heldur erum við einnig að tala um þröskulda sem hafa áhrif á það hvernig fólk getur tekið þátt í samfélaginu," sagði Ólafur Þór Gunnarsson, fyrsti maður á lista VG í Kópavogi meðal annars á fundi í gær þar sem stefna VG í Kópavogi var kynnt MYNDATEXTI Ólafur Þór Gunnarsson og Guðbjörg Sveinsdóttir eru í tveimur efstu sætum á lista VG í Kópavogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar