Byssusýning í Digranesi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Byssusýning í Digranesi

Kaupa Í körfu

Stærsta skotvopnasýning, sem haldin hefur verið hér á landi, er um helgina á vegum Skotfélags Kópavogs (SK) í kjallara HK-hússins á Digranesi. Á sýningunni eru meira en 400 skotvopn af öllu tagi, að sögn Arnfinns Jónssonar, varaformanns SK. Þar má m.a. sjá skotíþróttabyssur, hergögn og 32 mm fallbyssu frá LHG. Þrír einkasafnarar og fjöldi einstaklinga hafa lánað gripina. Arnfinnur sést hér með skothylki fyrir riffil til veiða á stórum dýrum. Guðmundur Kr. Gíslason, gjaldkeri Skotfélags Reykjavíkur, fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar