Vígsla 50 metra laugar og vatnaveröld

Svanhildur Eiríksdóttir

Vígsla 50 metra laugar og vatnaveröld

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Besta sundfólk landsins þurfti betri aðstöðu," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um ástæðu þess að Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. réðst í byggingu 50 m innilaugar í Reykjanesbæ, sem vígð var við hátíðlega athöfn í gær. Sundlaugin mun einnig bæta sundkennslu tveggja grunnskóla, ásamt því að nýtast áhugasömu sundfólki. Á sama tíma var yfirbyggður vatnagarður vígður en hann mun fyrst og fremst vera yngstu kynslóðinni til yndisauka og auka hreyfingu hennar. MYNDATEXTI Vatnaveröld Sundiðkendur í Reykjanesbæ voru tilbúnir að hlaupa yfir í Vatnaveröldina eftir að Jóhann B. Magnússon, formaður ÍRB, hafði klippt á borðann. Honum til aðstoðar var Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar