Frístundahátíð

Svanhildur Eiríksdóttir

Frístundahátíð

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Fjöldi manns tók þátt í Frístundahátíð í Reykjanesbæ á laugardag en hátíðin er haldin ár hvert að vori. Markmið hátíðarinnar er að kynna það mikla handverks- og tómstundastarf sem þrífst í Reykjanesbæ og nágrannasveitafélögunum. Tómstundabandalag Reykjanesbæjar hélt utan um hátíðina. MYNDATEXTI Ekkert mál að "joggla" Leikfélag Keflavíkur bauð gestum og gangandi að prófa margskonar sirkuslistir. Það virtist ekkert mál að "joggla" við fyrstu sýn en reyndist erfiðara þegar keilurnar voru komnar í hendurnar. Það fengu margir að reyna í Reykjaneshöllinni. Leikhúsfólkið var þó þaulreynt eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar