8,3 tonn á 18 bjóð

Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

8,3 tonn á 18 bjóð

Kaupa Í körfu

Aflabrögð smábáta sem róa með línu frá Húsavík hafa verið þokkaleg að undanförnu þó heldur hafi dregið úr því nú eftir helgina. Feðgarnir Ingólfur H. Árnason og Sigmar Ingólfsson róa á Sigrúnu ÞH 136 og stærsti róður þeirra í síðustu viku var 8,3 tonn sem fengust í Öxarfirði á 18 bjóð. Hér kemur Sigrún til hafnar úr þeim róðri og eins og sést á myndinni er báturinn nokkuð hlaðinn en Sigrún er 8,4 bt. að stærð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar