Gunnar Már Þráinsson

Eyþór Árnason

Gunnar Már Þráinsson

Kaupa Í körfu

Barinn, nýr veitinga- og skemmtistaður, verður opnaður á Laugavegi 22 í kvöld. Staðurinn er í sama húsnæði og hinn fornfrægi skemmtistaður Tuttugu og tveir var í á sínum tíma, en húsnæðið hefur verið tekið í gegn á undanförnum mánuðum og fátt er eftir sem minnir á gamla tíma. "Það þurfti að taka þetta nafn og grafa það," segir Gunnar Már Þráinsson, framkvæmdastjóri staðarins, um ástæðu þess að nafni staðarins var breytt úr 22 í Barinn. Gunnar segir nýja staðinn einnig gjörólíkan þeim gamla. "Þetta er staður sem á eftir að höfða til margra og hann á að vera opinn hverjum sem er," segir hann. MYNDATEXTI Gunnar Már Þráinsson, eigandi Barsins, er búnn að vinna baki brotnu undanfarnar vikur við endurbætur á húsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar