Sigrún Ólafsdóttir

Sigurður Jónsson

Sigrún Ólafsdóttir

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Ég vil að verkið verði sjálfu sér og staðnum til sóma. Það er alltaf þannig að hver og einn sér það sem hann vill sjá í þessu verki sem öðrum. Það sem mér finnst skemmtilegast er umræða og forvitni fólks. Ég vil gera fólk forvitið en listsköpunin byggist á forvitninni og það glatast mikið ef forvitnin hverfur og það er alveg á hreinu að myndlist er fyrir alla," sagði Sigrún Ólafsdóttir, myndlistarkona frá Selfossi, en næstu daga mun sérstök nefnd á vegum bæjarstjórnar Árborgar velja milli tveggja tillagna hennar um listaverk sem komið verður fyrir á umferðareyjunni á Tryggvatorgi á Selfossi, við brúarsporð Ölfusárbrúar. MYNDATEXTI Sigrún Ólafsdóttir myndlistarkona með líkön af verkunum Stróki og Streng sem valið verður um til að prýða Tryggvatorg á Selfossi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar