Stjórnmálamenn gefa blóð

Eyþór Árnason

Stjórnmálamenn gefa blóð

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR nokkurra framboða í Reykjavík mættu í Blóðbankann í gær og lögðu sitt af mörkum í blóðsöfnun bankans, en þetta er liður í nýrri herferð Blóðbankans sem miðar að því að hvetja fólk til þess að gerast reglulegir blóðgjafar. Eins og sjá má á myndinni voru frambjóðendurnir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Steinarr Björnsson, Framsóknarflokknum, Ragnar Sær Ragnarsson, Sjálfstæðisflokknum, og Stefán Jón Hafstein, Samfylkingunni, allir hressir með rauða skikkju, en hún mun einkenna auglýsingaherferð Blóðbankans og OgVodafone, bakhjarls bankans. Að sögn Marínar Þórsdóttur, hjá Blóðbankanum, voru frambjóðendurnir síður en svo hræddir við nálina; þeir væru allir gæðablóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar