Sigurborg SH

Hafþór Hreiðarsson

Sigurborg SH

Kaupa Í körfu

Sigurborgin SH er eini báturinn sem stundar rækjuveiðar um þessar mundir. Nú í maí hefur hún verið að veiðum í Kolluál og fiskað vel. Hún hefur verið með ríflega 30 tonn í róðri af stórri og fallegri rækju og hafa túrarnir staðið yfir í nokkra daga. Sigurborgin er að veiða fyrir Samherja. Hún byrjaði fyrir norðan fyrr í vetur en færði sig vestur í Kolluálinn 5. maí og hafa veiðarnar þar gengið mun betur en fyrir norðan. Rækjunni er landað á Grundarfirði og er hún síðan keyrð norður á Akureyri til vinnslu í verksmiðju Samherja á Akureyri, Strýtu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar