Vorhret í Mývatnssveit

Birkir Fanndal

Vorhret í Mývatnssveit

Kaupa Í körfu

ÞÆR báru sig bara nokkuð vel mývetnsku lambærnar eftir hríðarveðrið í fyrradag en þá voru þær komnar út á tún þótt lítið væri um græn grös. Snjókomunni fylgdi hins vegar bleyta, sem getur verið hættuleg lömbunum í þessari kuldatíð enda tóku bændur í Mývatnssveit allt sitt fé á hús skömmu eftir að myndin var tekin. Í gær var veðrið jafnvel enn verra en deginum áður en nú hillir kannski undir betri tíð og minni skafrenning á Hverfelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar