Hjúkrunarheimilið Grund - garðskáli vígður

Brynjar Gauti

Hjúkrunarheimilið Grund - garðskáli vígður

Kaupa Í körfu

BJARTUR og rúmgóður garðskáli við matsalinn á Litlu-Grund var formlega tekinn í notkun á mánudag. Miklar framkvæmdir og endurbætur hafa staðið yfir á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund síðastliðin fimm ár. Að sögn Júlíusar Rafnssonar, framkvæmdastjóra Grundar, hafa tvær viðbyggingar verið teknar í notkun við Grund við Hringbraut en með þeim hefur starfsfólk fengið betri vinnuaðstöðu en áður og sameiginlegt rými fyrir heimilisfólk hefur verið stækkað til muna, m.a. með rúmgóðum setustofum. MYNDATEXTI Guðfinna Hinriksdóttir, sem hefur verið heimilismaður á Grund í mörg ár, klippti á borðann þegar garðskálinn var tekinn í notkun og naut dyggrar aðstoðar Guðrúnar Gísladóttur, forstjóra Grundar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar