Meistarinn

Árni Torfason

Meistarinn

Kaupa Í körfu

JÓNAS Örn Helgason sigraði Ingu Þóru Ingvarsdóttur í úrslitaþætti Meistarans á Stöð 2 í gærkvöld og hreppti milljónirnar fimm sem keppt var um. Mjótt var á mununum en úrslitin voru 13-12 og réðust á síðustu spurningunum. Jónas og Inga voru jöfn framan af en svo fór að skilja á milli í síðasta liðnum þegar hægt var að leggja undir stig. "Þegar ég var kominn með þægilegt forskot tók ég áhættu og fékk að svara spurningu upp á hálfa milljón, en svaraði henni ekki rétt og missti fimm stig. Þá varð þetta aftur spennandi," sagði Jónas af sigrinum þegar blaðamaður náði af honum tali. MYNDATEXTI Jónas Örn meistari og Inga Þóra sem lenti í öðru sæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar