Kosningar

Einar Falur Ingólfsson

Kosningar

Kaupa Í körfu

KOSIÐ var til sveitarstjórna á landinu í gær og voru rétt rúmlega 216 þúsund manns á kjörskrá. Á myndinni sést Gunnar, sem er fjögurra ára, aðstoða föður sinn, Jón Vikar Jónsson, við að koma atkvæðaseðli til skila í kjörkassa á kjörstað í Hlíðaskóla í Reykjavík. Kosningarnar fóru venju fremur rólega af stað í gærmorgun víðast hvar á landinu. Á Akureyri var aðra sögu að segja, þar var biðröð við kjörstaði þegar þeir voru opnaðir. Kosningaveðrið var alls staðar hagstætt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar