Vorhreinsun á Seyðisfirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Vorhreinsun á Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

Grunnskólanemendur á Seyðisfirði eru eins og annað ungt fólk hugmyndaríkir þegar kemur að því að hrinda góðum áformum í framkvæmd. Þessi ungmenni sömdu um tiltekna fjárhæð í ferðasjóð sinn gegn vorhreinsun á malarbeði framan við félagsheimilið Herðubreið og leggja þannig sitt af mörkum til fegrunar bæjarins. Nú er farið að bera æ meira á ferðamönnum sem koma með Norrænu og sjálfsagt hýrara upplitið á ferðalöngum núna en þeim sem velktust um í hraglandanum í liðinni viku og mættu snjóugir um borð til heimfarar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar