Ólafur F. Magnússon

Eyþór Árnason

Ólafur F. Magnússon

Kaupa Í körfu

KJÖRSÓKN fór rólega af stað í stærstu sveitarfélögunum í gær og var kjörsókn víðast minni á hádegi en á sama tíma í kosningunum árið 2002. Aðeins á Akureyri var kjörsóknin áberandi meiri en 2002. Kjörsókn fór rólega af stað í Reykjavík, og kl. 12 höfðu 11,9% greitt atkvæði, samanborið við 14% frá því fyrir fjórum árum. Í Kópavogi höfðu 11,8% kosið á hádegi, sem er sama hlutfall og á sama tíma í kosningunum árið 2002. Þar höfðu að auki um 1.600 greitt atkvæði utan kjörstaðar, eða um 8% af þeim sem eru á kjörskrá. MYNDATEXTI Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, og Guðrún Kjartansdóttir, eiginkona hans, við atkvæðagreiðslu í Breiðagerðisskóla í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar