Gleði

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

Gleði

Kaupa Í körfu

Gleði, gleði, gleði, gleði, líf mitt er..." söng Kirkjukór Hrunaprestakalls á vorhátíð og gospelmessu sem kórinn bauð til í Hrunakirkju á uppstigningardag. Eftir fallegan söng og guðsþjónustu hjá séra Eiríki Jóhannssyni var sungið úti í björtu og fallegu veðri. Kór eldri Hrunamanna söng, einnig kór yngstu barna Flúðaskóla. Kristín Magdalena Ágústsdóttir söng nokkur lög eftir Sigfús Halldórsson. Undirleikari og stjórnandi var Edit Molnár. Þá bauð kirkjukórinn uppá kaffi og kökur og einnig var grillað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar