Meirihlutaviðræður á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Meirihlutaviðræður á Akureyri

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR Samfylkingarinnar á Akureyri slitu síðdegis í gær viðræðum um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn við Vinstri græna og Lista fólksins og fóru þess í stað fram á það við sjálfstæðismenn að ræða við þá um mögulegt samstarf. Þar sem Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, er ekki í bænum - hann spreytir sig í dag með veiðistöng á urriðasvæðinu í Laxá í Aðaldal - hittast fulltrúar flokkanna ekki fyrr en í kvöld. MYNDATEXTI Baldvin H. Sigurðsson, oddviti VG á Akureyri, var gestgjafi á fyrsta fundinum með L-listanum og Samfylkingunni í fyrradag og fer hér burt með afganginn af veitingunum. Hann fór hins vegar tómhentur heim eftir fundinn í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar