Reykvískir ofurhugar á Akranesi

Eyþór Árnason

Reykvískir ofurhugar á Akranesi

Kaupa Í körfu

Þessir hressu krakkar létu sér fátt um finnast þó það væri kalt úti og rok og busluðu í sjónum uppi á Langasandi á Akranesi í gær. Þetta var skólaferðalag hjá 7. bekk í Selásskóla í Reykjavík. Á síðasta ári fór 7. bekkur einnig í skólaferð upp á Akranes og þá skelltu krakkarnir sér líka niður að sjó, en þá var reyndar sól og blíða. Nemendur í þessum bekk gátu náttúrlega ekki verið eftirbátur þeirra og gerðu slíkt hið sama.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar