Laugalækjarskóli

Eyþór Árnason

Laugalækjarskóli

Kaupa Í körfu

Laugardalur | Það er ys og þys í Laugalækjarskóla þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þótt samræmdum prófum sé lokið er skólastarf í fullum gangi og gríðarleg orka í nemendum tíundu bekkja skólans, sem hamast við að vinna umfangsmikið og krefjandi verkefni um hinar ýmsu hliðar vatns. Verkefnið, sem er þverfaglegt, byggist á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu formi. Kemur það í stað lokaprófa og hefur það mælst gríðarlega vel fyrir, jafnt meðal nemenda, kennara og foreldra skólans. MYNDATEXTI: Verðandi verkfræðingar Daníel Björn Sigurbjörnsson, Andri Fannar Gíslason og Hörður Gunnarsson smíðuðu þessa vatnsaflsvirkjun, þar sem vatn flæðir niður pípu og í túrbínu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar